*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 18. nóvember 2013 16:42

Nýr A3 hlýtur Gullna stýrið

Enn ein rósin hefur bæst við í hnappagatið hjá Audi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Nýr Audi A3 Sedan kemur fram á sjónarsviðið með miklum stæl því hann hefur hlotið ein eftirsóttustu verðlaunin í bílaiðnaðinum, Gullna stýrið 2013 í flokki meðalstórra fjölskyldubíla. Í ár voru 49 tilnefningar til verðlaunanna, sem lesendur Auto Bild og Bild am Sonntag og hópur sérfræðinga velja í sameiningu. 

Með þessum sigri fjölgar enn rósunum í hnappagati Audi en þetta er 23. Gullna stýrið í 38 ára sögu verðlaunanna sem fellur í skaut fyrirtækisins. Nýi A3 Sedan er fyrsti stallbakurinn frá Audi í flokki  lúxus-smábíla. Tæknibúnaðurinn, notagildið og þægindin heilluðu bæði lesendur og dómnefnd. Nýr A3 Sedan kemur með 1,4 lítra TFSI bensínvél sem skilar 140 hestöflum.  

Auto Bild og Bild am Sonntag hafa veitt Gullna stýrið fyrir bestu bílana á hverju ári síðan 1976. Verðlaunaflokkarnir eru sex talsins: Litlir bílar og smábílar, Miðflokkur, Blæju- og tveggja sæta bílar, Jeppar og Lúxusflokkur.

Stikkorð: Audi Gullna stýrið