Tilkynnt verður um nýjan bankastjóra Arion banka öðru hvor megin við páska. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að nýskipuð stjórn bankans hafi þegar rætt málið og muni skipa einn úr hópi þeirra 40 sem sóttu um starfið í lok árs í fyrra á allra næstu dögum.

Finnur Sveinbjörnsson, nýverandi bankastjóri, sótti ekki um starfið og mun láta af störfum í kjölfar skipunarinnar. Ekki liggur þó fyrir hvort hann stígi niður samstundis eða starfi um stutta hríð samhliða hinum nýja bankastjóra.

Ný fimm manna stjórn Arion banka var kosin á hluthafafundi 18. mars síðastliðinn. Legið hefur fyrir að þegar sú stjórn hefði verið skipuð yrði fljótlega tilkynnt um hver myndi hreppa bankastjórastöðuna. Svíinn Monica Caneman er stjórnarformaður Arion banka.