Thomas F. Borgen hefur verið ráðinn bankastjóri Danske Bank í stað Eivind Kolding sem hætti fyrir viku. Ástæða bankastjóraskiptanna var sú að stjórn Danske Bank ætlar að breyta um stefnu og vildi hafa mann við stýrið sem hefur dýpri skilning á bankastarfsemi.

Danski fjármálasérfræðingar segja Eivind Kolding hafa verið úti að aka hvað rekstur Danske Bank snertir og verði Borgen að taka til hendinni ætli hann að koma rekstrinum á réttan kjöl. Danska dagblaðið Börsen hefur upp úr umfjöllun Aktieugebrevet að nýi forstjórinn verði að draga verulega úr rekstrarkostnaði verulega til að draga úr rekstraráhættu bankans.

Ekki er útilokað að Borgen þurfi að brýna niðurskurðarhnífinn á ný og segja upp fjölda starfsfólks, jafnvel allt upp undir fjögur þúsund manns sem er tvöfalt fleiri en þegar er búið að segja upp.