Robert Peston, viðskiptaritstjóri BBC, segir að stór björgunarpakki sé í undirbúningi á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem eigi að tryggja styrk evrusvæðisins. Í honum felist að 50% af skuldum gríska ríkisins verið afskrifaðar. Einnig verði björgunarsjóður evrusvæðisins stækkaður í 2.000 milljarða evra úr 440 milljörðum evra. Samhliða verður gert samkomulag við evrópska seðlabankann (ECB) um að hann geti veitt leitt samhliða björgunarsjóðnum.

Vonast ríkisstjórnir evruríkjanna að áætlunin geti tekið gildi innan fimm til sex vikna. Það verður þó hægara sagt en gert að mati Peston, en kostnaðurinn af því að hrinda áætluninni ekki í framkvæmd sé mikill og geti leitt til fjármálakreppu sem ógni veikum hagvexti.