Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja komu formlega á nýjum björgunarsjóði fyrir evruríki í dag. Ráðherrarnir funda í Lúxemborg. Lánsgeta sjóðsins verður alls 500 milljarðar evra árið 2014, samkvæmt frétt BBC um málið.

Sjóðurinn mun í fyrstu vera starfræktur samhliða þeim sjóði sem til er fyrir og hefur meðal annars verið notaður til að lána Grikklandi og Spáni. Sjóðurinn mun á endanum taka við af eldri sjóðinum.

Þýskaland, stærsta ríki ESB, mun leggja til stærstan hluta eða um 27%. Ríkin leggja fé í nýja sjóðinn síðar í þessari viku.