Borgarfullrúi úr röðum Repúblikana hefur verið kjörinn borgarstjóri í San Diego í sérstökum kosningum sem haldnar voru til að fylla skarð Bob Filner. Filner sagði af sér vegna fjölmargra ásakana um kynferðislega áreitni.

San Diego verður með þessu stærsta borgin í Bandaríkjunum sem Repúblikani er við völd. Hinn nýi borgarstjóri, Kevin Faulconer, er eini Repúblikaninn sem stýrir borg í Kalíforníu. Allar aðrar borgir lúta stjórn Demókrata.

Mótframbjóðandi Faulconer í kosningunum var demókratinn David Alvarez. Faulconer hafði betur með 54,5% atkvæða gegn 45,5%.

Meira um málið má sjá á vefsíðu ABC News.