Símon Sigvaldason mun taka við af Pétri Guðgeirssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, í Al Thani-málinu, samkvæmt heimildum RÚV . Fram kom í kvöldfréttum RÚV að saksóknara og verjendum í málinu hafi verið tilkynnt þetta í gær.

Aðalmeðferð átti að hefjast í Al Thani-málinu 11. apríl síðastliðinn og henni að ljúka í þessari viku. Henni var hins vegar frestað um óákveðinn tíma eftir að lögmennirnir Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall, verjendur þeirra Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og Ólafs Ólafssonar, eins af helstu hluthöfum Kaupþings. Taldar hafa verið líkur á því að aðalmeðferð gæti tafist fram á næsta ár, jafnvel fram í febrúar, á meðan nýir verjendur þeirra Sigurðar og Ólafs kynna sér gögn málsins og vegna veikinda dómara.

RÚV sagði í dag að nú sé ráðgerð að aðalmeðferð hefjist 21. október næstkomandi.