Eigendaskipti hafa orðið að fasteignum á Landsímareitnum en Ólafur Björnsson er nýr eigandi. Elín Ólafsdóttir verður framkvæmdastjóri eignarhaldsfélags fasteignanna.

Nýir aðilar koma að þessu verkefni með opnum huga og vilja fara yfir alla möguleika með tilliti til framtíðarnýtingar húsanna á reitnum. Farið verður yfir þetta nánar á næstu vikum í samráði við alla aðila sem að málinu koma, samkvæmt fréttatilkynningu.

Til greina kemur að eignin verði áfram í útleigu sem skrifstofuhúsnæði en ekki er útilokað að haldið verði áfram með áætlanir um hótel.

Hið sama á við um NASA en nýr eigandi mun fara yfir hvort forsendur séu fyrir því að hefja þar rekstur á nýjan leik. Verður það metið meðal annars út frá framtíðarnýtingu Landsímahúsanna að öðru leyti. Hins vegar ítreka nýir eigendur að engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið eða hvernig starfsemi verði í þessum hluta hússins og ljóst er að ráðast þarf i verulegar endurbætur á Nasa-salnum.