*

föstudagur, 7. ágúst 2020
Innlent 10. apríl 2011 11:53

Nýr eigandi MP bakhjarl Íhaldsflokksins

David Rowland er 66 ára og býr á aflandseyjunni Guernsey.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Breska Rowland-fjölskyldan, sem keypti rekstur Kaupþings í Lúxemborg og breytti nafninu í Banque Havilland, er einn þeirra erlendu aðila sem eignast hlut í nýjum MP banka, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins og greint var frá í síðasta tölublaði.

David Rowland er 66 ára og býr á aflandseyjunni Guernsey. Hann efnaðist gríðarlega á fasteignaviðskiptum í gegnum fyrirtæki sitt Fordham. Hann hefur allt frá sjöunda áratug síðustu aldar verið virkur í bresku viðskiptalífi. Á Íslandi er hann líkast til þekktastur fyrir að hafa ásamt syni sínum Jonathan, í gegnum fjárfestingarfélag þeirra Blackfish Capital, keypt Kaupþing í Lúxemborg eftir að hann féll og endurnefnt hann Banque Havilland.

David Rowland er einnig á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla breska Íhaldsflokksins og var valinn til að verða gjaldkeri flokksins í fyrra. Hann hætti þó við að taka við því hlutverki eftir að The Daily Mail skrifaði fjölda greina um viðskiptahætti hans.

Stikkorð: MP Banki Rowland