Fjórar stórar, evrópskar dagvörukeðjur, með samanlagða veltu að upphæð 75 milljarða evra, hafa ákveðið að mynda eitt sameiginlegt innkaupafyrirtæki. Með því verða gerð sameiginleg innkaup fyrir smásöluverslanir í stórum hluta Evrópu. Nafn fyrirtækisins er Aldis/Agenor. Formleg stofnun fyrirtækisins er þó háð samþykki samkeppnisyfirvalda í Þýskalandi að því er kemur fram í Dagens Handel í Svíþjóð.

Meðal þátttakenda í stofnun innkaupafyrirtækisins er Reitan Handel A/S sem rekur um 2000 verslanir í Skandinavíu og Lettlandi.