Ólafía Ingibjörg Þorvaldsdóttir viðskiptafræðingur hefur verið ráðin sem fjármálastjóri Deloitte á Íslandi. Ólafía tekur við starfinu af Sunnu Dóru Einarsdóttur, meðeigenda Deloitte og sviðsstjóra Viðskiptalausna, sem hefur gengt því starfi undanfarin fimm ár. Sunna mun einbeita sér að hlutverkinu sem sviðsstjóri Viðskiptalausna hjá félaginu, sem hafa verið í miklum vexti undanfarin ár, að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Ólafía hefur undanfarin ár starfað sem forstöðumaður reikningshalds Festi og sem framkvæmdastjóri fjármála- og vörustýringar hjá Krónunni. Þar áður starfaði hún sem deildarstjóri hjá Landsbankanum og dótturfélögum hans. Á árunum 1995 til 2005 starfaði Ólafía sem verkefnastjóri á endurskoðunarsviði Deloitte.

Ólafía er með cand.oecon-gráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands.

Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte:

„Við erum mjög lánsöm með að fá Ólafíu aftur til Deloitte. Hún hefur víðtæka reynslu á fjölmörgum sviðum fjármála og þekkir vel alþjóðlegt rekstrarumhverfi okkar og skipulag sem mun nýtast vel í áframhaldandi uppbyggingu og sjálfvirknivæðingu á sviðinu. Sunna hefur gert frábæra hluti á fjármálasviðinu ásamt því að leiða Viðskiptalausnir og tekur Ólafía því við góðu búi. Sunna mun nú einbeita sér að þeim miklu vaxtartækifærum sem framundan eru hjá Viðskiptalausnum og aðstoða viðskiptavini okkar í að sjálfvirknivæða og umbreyta fjármálaferlum.“