Ketill Berg Magnússon var kosinn formaður Almannaheilla á aðalfundi samtakanna. Ketill er framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð, kennnari við Háskólann í Reykjavík og fyrrum formaður Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra.

Leggja á fram lagafrumvarp um frjáls félagasamtök á vettvangi almannaheilla á komandi haustþingi. Fram kemur í tilkynningu að markmið nýrrar stjórnar sé að fylgja frumvarpinu eftir, hvetja til fagmennsku og stuðla að aukinni meðvitund í samfélaginu um mikilvægi almannaheillasamtaka og sjálfboðastarfs. Almannaheill leggja áherslu á að fjölga aðildarfélögum, sem nú eru 26, og kynna almenningi umfang og eðli alls þess framlags sem þriðji geirinn leggur til samfélagsins og lýðræðisþróunar. Einnig verður efnt til námskeiða og málþinga um fjölmörg sameiginleg hagsmunamál þriðja geirans.

Nýja stjórn skipa auk Ketils:

Einar Bergmundur Arnbjörnsson

Haukur Ingibergsson

Jón Pálsson

Jónas Guðmundsson

Ragnheiður Haraldsdóttir

Steinunn Hrafnsdóttir

Varamenn:

Arnþór Jónsson

Bylgja Valtýsdóttir

Hildur Helga Gísladóttir

Erna Arngrímsdóttir

Þóra Þórarinsdóttir

Þórarinn Þórhallsson

Þröstur Emilsson