Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, eigandi Pizza Hut á Íslandi, var í síðustu viku kjörin formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) til tveggja ára og tekur við formennsku af Hafdísi Jónsdóttur, sem er betur þekkt sem Dísa í World Class.

Þórdís Lóa hefur í áratug rekið Pizza Hut hér á landi og í Finnlandi og setið í stjórn FKA frá árinu 2005. Hún er auk þess stjórnarformaður fjárfestingarfélagsins Naskar Insvestments og formaður stjórnar Finns-íslenska viðskiptaráðsins. Það er því óhætt að segja að hún hafi í nógu að snúast.

Þórdís Lóa er mikil útivistar- og skíðakona. Hún stundar göngu og í fyrra gekk hún Jakobsveginn, sem er þekkt gönguleið eða pílagrímaleið sem endar í dómkirkjunni í Santiago de Compostela í Galisíuá Spáni. Auk þess stundar hún skotveiði en hún veiðir hreindýr og gæsir en eins stangveiði þar sem hún veiðir lax og silung.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .