Næsti forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður líklega ekki evrópskur, þetta sagði aðstoðarforstjórinn á blaðamannafundi í dag. En fimm ára kjörtímabili Christine Lagarde lýkur á næsta ári.

Varaforstjórinn sagði að hefðin þar sem evrópubúi stýrir AGS en Ameríkani Heimsbankanum hefur verið gagnrýndur og næst verði einungis litið á hæfni fólks til að stjórna en ekki uppruna við val á forstjóra. Fólks víðsvegar að úr heiminum sækist eftir stöðunni. Varaforstjórinn segir að fullt af hæfileikaríku fólki utan Evrópu og Bandaríkjanna sækist eftir henni.

Lagarde tók við starfinu árið 2011 eftir að forveri hennar Dominique Strauss-Kahn þurfti að segja af sér vegna hneykslismáli. Fimm ára kjörtímabili hennar lýkur árið 2016, hún hefur hins vegar sagst hafa áhuga á öðru kjörtímabili.