Doug Parker mun hætta sem forstjóri American Airlines 31. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Parker mun þá hafa gegnt starfi forstjóra félagsins í níu ár, eða frá árinu 2013.

Robert Isom, núverandi framkvæmdastjóri félagsins, mun taka við sem forstjóri. Parker mun áfram gegna stöðu stjórnarformanns og mun Isom koma inn í stjórn félagsins við lyklaskiptin.

„Ég hef unnið með Robert í tvo áratugi og ég er gríðarlega ánægður að hann verði næsti forstjóri American Airlines, sem er besta starfið í geiranum.“, segir Parker í tilkynningunni.