John S. Chen, nýráðinn forstjóri kanadíska farsímaframleiðandans BlackBerry, hefur látið eitt af sínum fyrstu verkum verða að taka til í fyrirtækinu en fjórir stjórnendur hafa verið látni taka poka sína.

Á meðal þeirra sem Chen hefur sparkað eru Kristian Tear, rekstrarstjóri BlackBerry, markaðsstjórinn Frank Boulben og fleiri. Stjórnendurnir voru nánir samstarfsmenn Thorsten Heins , sem var sparkað um mánaðamótin síðustu.

Í The Economic Times segir að einstaka hluthafar séu uggandi sem komin sé upp hjá BlackBerry enda hafi fyrirtækið ekki mátt við miklu. Fyrirtækið tapaði um einum milljarði dala á þriðja ársfjórðungi og virðist sem miklar væntingar sem bornar voru til nýs farsíma fyrirtækisins hafi verið byggðar á sandi. The Economic Times segir að hlut hluthafa BlackBerry gangi svo langt að fyrirtækið ætti hreinlega að hætta farsímaframleiðslu og einbeita sér framvegis að þróun og sölu á hugbúnaði og þjónustu.