Gengið verður frá ráðningu nýs forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME) á allra næstu dögum. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, segir í samtali við Viðskiptablaðið að hann vonist til að það verði gert fyrir helgi.

Staða forstjóra eftirlitsins var auglýst laus til umsóknar eftir að Gunnari Andersen var sagt upp störfum í mars á þessu ári og hefur Unnur Gunnarsdóttir gegnt stöðu setts forstjóra frá þeim tíma. Unnur er jafnframt einn umsækjenda um forstjórastöðuna.

Níu aðrir sóttu um stöðuna.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.