Samkvæmt tilkynningu til Kauphallar íslands hefur William Fall, nýr forstjóri Straums-Burðarás Fjárfestingabanka, fengið kauprétt að 103.591.450 hlutum í bankanum á genginu 20.43. Kaupverðið nemur 2,1 milljarði króna.

Í tilkynningu kemur fram að William Fall og Straumur - Burðarás Fjárfestingabanki hf. hafa gert með sér samning um veitingu kaupréttar að hámarki 103.591.450. Kaupréttarsamningurinn er til fimm ára og ávinnast 20% hans þann 29.05.2008, 20% 29.05.2009, 30% 29.05.2010 og 30% eða það sem eftir stendur þann 29.05.2011. Kaupréttarverðið leiðréttist fyrir arðgreiðslum.