*

föstudagur, 3. júlí 2020
Erlent 1. júní 2020 13:31

Nýr forstjóri hjá Coty

Snyrtivöruframleiðandinn Coty hefur gert Peter Harf, stjórnarformann fyrirtækisins að forstjóra.

Ritstjórn
epa

Snyrtivöruframleiðandinn Coty hefur gert Peter Harf, stjórnarformann fyrirtækisins að forstjóra. Frá þessu er greint á vef Reuters

Coty keypti í nóvember síðastliðnum hlut í snyrtivörulínu Kylie Jenner á 600 milljónir dollara og hefur fyrirtækið verið í deiglunni að undanförnu eftir að Jenner hefur verið ásökuð um að ýkja velgengni snyrtivörulínunnar sinnar.

Peter Harf tekur við fyrirtækinu af Pierre Laubies sem hefur gengt framkvæmdastjórastarfinu hjá Coty síðastliðin tvö ár.