Tilkynnt hefur verið að Lee Scott, forstjóri smásölurisans Wal Mart muni standa upp úr forstjórastóli sínum í byrjun næsta árs.

Mike Duke, sem verið hefur framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Wal Mart, mun taka við sem forstjóri keðjunnar. Eduardo Castro-Wright, framkvæmdastjóri Wall Mart innan Bandaríkjanna mun verða aðstoðarforstjóri.

Reuters fréttaveitan greinir frá þessu á heimasíðu sinni. Þar segir jafnframt að forsvarsmenn Wal Mart reyni nú að styrkja stöðu fyrirtækisins en verslunarkeðjan hefur ekki sloppið við áhrif efnahagskreppunnar frekar enn önnur stórfyrirtæki vestanhafs.

Lee Scott, fráfarandi forstjóri, hefur unnið hjá Wal Mart í rúm átta ár.