Theo Hoen, nýr forstjóri Marel keypti í dag hlutabréf í félaginu fyrir tæpar 50 milljónir króna.

Þetta kemur fram í innherjatilkynningu til Kauphallarinnar en um að ræða 1 milljón hluti á genginu 48,6 á hvern hlut. Samkvæmt Markaðsvaktinni fóru viðskiptin fram fljótlega eftir opnun markaða í morgun.

Hoen heldur því á milljónum hlutum í félaginu í dag en á samkvæmt tilkynningunni kauprétt á 2 milljónum hluta til viðbótar.

Viðskipti með bréf í Marel námu í dag tæpum 230 milljónum króna í 39 viðskiptum. Við lok markaða var gengi félagsins 48,4 og hafði þá hækkað um 7,1% frá opnun markaða.