Stjórn Microsoft mun ráða nýjan forstjóra, í stað Steve Ballmer, áður en árið er á enda. Ballmer tilkynnti í lok sumars að hann myndi hætta sem forstjóri á næstu tólf mánuðum. Nú er hins vegar fullyrt að atburðarrásin verði mun hraðari. Microsoft sé þegar farið að tala við mögulega arftaka.

Meðal annars hefur verið rætt við Tony Bates, fyrrverandi forstjóra Skype, Stephen Elop, sem stýrði Nokia, Paul Maritz, forstjóra VMware, og Alan Mulally, forstjóra Ford.

Þá hefur einnig verið rætt við John Donahoe, forstjóra eBay, en hann hefur sagt að hann hafi ekki áhuga á starfinu.

Bill Gates, stofnandi Microsoft, er einn þeirra sem situr í stjórn fyrirtækisins.