Björgólfur Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Björgólfur hóf störf hjá Icelandic Group í byrjun árs 2006 sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar.

Fjögurra manna framkvæmdastjórn Icelandic Group er óbreytt en auk Björgólfs skipa hana Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála, Finnbogi A. Baldvinsson framkvæmdastjóri Icelandic Europe og Ellert Vigfússon framkvæmdastjóri Icelandic USA / ASIA.

Á aðalfundinum kynnti Björgólfur rekstrarmarkmið Icelandic Group til þriggja ára, segir í tilkynningunni.

Samkvæmt þeim er markið sett á 10% ytri vöxt og 5% innri vöxt á árunum 2007 og 2008. Samkvæmt markmiðunum er gert ráð fyrir að velta ársins 2006 nemi um 120 milljarðar króna, velta ársins 2007 um 140 milljarðar króna og 160 milljarðar á árinu 2008.

Á árinu 2007 er markmið um að EBITDA nemi um 7,5 milljörðum króna og 9,5 milljörðum króna á árinu 2008.

Það er enn unnið að gagngerðri endurskipulagningu hjá Ocean To Ocean í Bandaríkjunum og Coldwater í Bretlandi og mun það hafa áhrif á afkomu fyrsta ársfjórðungs 2006, en stjórnendur félagsins gera ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir fjármagnskostnað og skatta á árinu 2006 nemi um 5,5 ? 6,0 milljörðum króna fyrir kostnað vegna endurskipulagningar.