© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Ég er ekkert spéhræddur,“ segir Valgeir M. Baldursson. Hann hefur unnið hjá Skeljungi í fimm ár, fyrstu þrjú sem fjármálastjóri en síðustu tvö sem framkvæmdastjóri neytendasviðs. Í gær var greint frá því að hann hefði verið ráðinn forstjóri í stað Einars Arnar Ólafssonar, sem sagði upp á dögunum.

Einar sagði í samtali við Viðskiptablaðið í lok mars að stefnt væri að skráningu Skeljungs á markað , hugsanlega á næsta ári. Hann hafi ekki áhuga á að stýra skráðu félagi , sumpart vegna athyglinnar á forstjórann.

Valgeir segist ekki hræddur við að stýra félagi sem er skráð í Kauphöll. „Við erum rétt að hefja þessa leið og eigum eftir að útfæra skráninguna betur,“ segir hann.