Anders H. Rønningen hefur verið ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Glitnis Securities í Noregi og mun hann hefja störf 1. október næstkomandi, segir í tilkynningu frá Glitni.

Rønningen er með meistaragráðu í viðskiptum frá ?The Norwegian School of Economics and Business Administration (NHH)" og hefur starfað og verið meðeigandi lögmannsstofunnar Selmer síðan árið 2002. Áður starfaði hann sem ráðgjafi í stefnumótun og fjármálum hjá evrópska fyrirtækinu Arkwricht og þar áður hjá Arthur Andersen & Co.

Hlutverk hans verður að leiða fyrirtækjasvið Glitnis Securities í Noregi og styrkja starfsemi þess. Anders er sérfræðingur í viðskiptum tengdum orkuiðnaði og þjónustuskipum við olíuiðnaðinn (e.offshore supply vessels), sem og í stefnumótun og fjármálum.

Frank O. Reite, framkvæmdastjóri Glitnis í Noregi, segir Rønningen hafa viðamikla reynslu sem muni nýtast Glitni vel.

?Hann var meðal annars ráðgjafi við stærsta samruna í Noregi á sviði þjónustuskipa við olíuiðnaðinn, sem er ein af þeim greinum sem Glitnir er að hasla sér völl á," segir Reite.

?Enn fremur hefur hann verið ráðgjafi í tengslum við fjölda samruna og kaup fyrirtækja í öðrum geirum viðskiptalífsins bæði innan Noregs og utan. Sú reynsla mun koma honum til góða í starfi hans hjá fyrirtækjasviði Glitnis Securities í Noregi"