Þórir H. Ólafsson, endurskoðandi hjá PricewaterhouseCoopers hf. er nýr formaður Félags löggiltra endurskoðenda. Tók hann við embættinu á aðalfundi félagsins 14. nóvember síðastliðinn af Margreti G. Flóvenz, sem gegndi formennsku í félaginu síðasta starfsár.

Á heimasíðu Félags löggiltra endurskoðenda kemur fram að Þórir fékk löggildingu árið 1984. Þar segir að hann hafi  tekið drjúgan þátt í störfum félagsins, meðal annars setið í stjórn félagsins frá 2007 og í Menntunarnefnd 2003 - 2005 en seinna tímabililð var hann formaður nefndarinnar.