Erla Ósk Pétursdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Codlands ehf., fullvinnslufyrirtækis sem hefur það að markmiði að fullvinna sjávarafurðir með víðtæku samstarfi fyrirtækja á því sviði. Codland er nú í eigu Vísis hf. og Þorbjarnar hf. í Grindavík.

Erla er með BA-gráðu í hagfræði og tölvunarfræði frá Macalester College í Minnesota í Bandaríkjunum og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Vísi hf.