*

sunnudagur, 25. október 2020
Fólk 8. apríl 2020 17:02

Nýr framkvæmdastjóri Farice

Þorvarður Sveinsson tekur við af Ómari Benediktssyni sem framkvæmdastjóri Farice.

Ritstjórn
Þorvarður Sveinsson hefur meðal annars setið í stjórnum Símans, Mílu og Vodafone í Færeyjum.

Nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn til Farice. Þorvarður Sveinsson, sem frá árinu 2015 hefur starfað hjá Sýn (áður Vodafone), hefur verið ráðinn í starfið. Tekur hann við af Ómari Benediktssyni, sem hætti í febrúar.

Í tilkynningu segir að Þorvarður hafi yfir 15 ára reynslu og þekkingu af rekstri og stjórnun, stefnumótun, samningagerð og viðskiptaþróun einkum og sér í lagi í fjarskipta- og upplýsingatækni.  Hjá Sýn starfaði hann sem rekstrarstjóri og þar áður sem framkvæmdastjóri fyrirtækja- og þróunarsviðs.

Þorvarður hefur ennfremur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja m.a. í Símanum, Mílu og Vodafone í Færeyjum. Þar að auki hefur hann setið stjórnum og/eða unnið með Samtökum upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) og Samtökum gagnavera (DCI) innan Samtaka Iðnaðarins. Þorvarður lauk Masters prófi í fjarskiptaverkfræði frá Harvard University árið 2003 og B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2000.