Selma Filippusdóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdarstjóri fasteignafélagsins FAST-1 slhf. og hefur Gísli Reynisson hefur tekið við sem framkvæmdarstjóri FAST-1 og dótturfélaga þess. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu um málið. Gísli er einn eigenda Contra eignastýringar sem séð hefur um rekstur eigna FAST-1, sem er í rekstri VÍB, frá upphafi.

Eins og VB.is hefur sagt frá tapaði fasteignafélagið 114 milljónum á fyrstu fjórum mánuðum ársins í ár, samanborið við 5,2 milljónir á sama tíma árið á undan.