Belinda Theriault hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Fulbright stofnunarinnar á Íslandi frá mars 2011, að því er kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.

Belinda Theriault er með M.A. í alþjóðasamskiptum og MBA í stjórnun og viðskiptafræði. Hún hefur starfað á vettvangi alþjóðlegs samstarfs í yfir tvo áratugi, en hún starfaði m.a. sem forstöðumaður alþjóðasviðs Alþingis í níu ár. Hún hefur jafnframt starfað hjá EFTA, Fjármálaeftirlitinu og sem sjálfstæður ráðgjafi.

Fyrsta barnabók Belindu var gefin út á síðasta ári, en hún hefur jafnframt þróað námsefni fyrir grunnskóla sem samþættar nám í ensku, lífsleikni og listum til að vinna gegn einelti, fordómum og hjarðhegðun.