*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Fólk 13. september 2021 15:37

Nýr fram­kvæmda­stjóri hjá Flor­ealis

Þórey Haraldsdóttir, fyrrum stjórnandi á þróunarsviði Alvotech og Actavis Group hefur verið ráðin til Florealis.

Ritstjórn
Þórey Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs Florealis
Aðsend mynd

Íslenska lyfjafyrirtækinu Florealis hefur ráðið Þóreyjar Haraldsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra rannsókna- og þróunarsviðs félagsins. Þórey er lyfjafræðingur að mennt og hefur áratuga reynslu sem stjórnandi úr lyfjaiðnaðinum. Áður starfaði hún sem stjórnandi á þróunarsviði Alvotech og hjá Actavis Group, en þar leiddi hún m.a. uppbyggingu á rannsóknasetri fyrirtækisins á Indlandi.

„Umfangið í rekstri Florealis er sífellt að aukast og framundan eru stór verkefni, það er því ómetanlegt að fá öflugan stjórnanda með alþjóðlega reynslu í hópinn“, segir Kolbrún Hrafnkelsdóttir stofnandi Florealis. „Þórey hefur víðtæka þekkingu á lyfjaiðnaðinunum sem mun nýtast félaginu vel við frekari uppbyggingu vörulínurnar og vöxt félagsins á innlendum og erlendum mörkuðum.“

Þórey er afrekskona á mörgum sviðum en fyrir utan árangur í starfi á hún marga titla að baki í blaki og spilaði í mörg ár með íslenska landsliðinu. Hún er ekki ein um blakáhugann á heimilinu en bæði eiginmaður Þóreyjar og 3 dætur þeirra eru vel þekkt fyrir árangur sinn með landsliðinu.

„Framundan eru skemmtilegir tímar og fjöldi tækifæra, bæði hvað varðar vöruframboð Florealis og frekari uppbyggingu fyrirtækisins. Ég er mjög spennt að fá að taka þátt í þessu áhugaverða verkefni  með því frábæra fólki sem þar starfar. Það er líka mjög gefandi að vinna í umhverfi sem miðar fyrst og fremst að því að stuðla að heilbrigði og bættum lífsgæðum fólks“, segir Þórey Haraldsdóttir, nýr framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs Florealis.

Florealis er íslenskt lyfjafyrirtæki sem þróar og markaðssetur viðurkennd jurtalyf, sem byggja á virkum náttúruefnum og uppfylla sömu gæðakröfur og önnur lyf. Höfuðstöðvar Florealis eru í Reykjavík og er útibú starfrækt í Svíþjóð. Vörur Florealis eru orðnar 8 talsins og eru með markaðsleyfi á öllum Norðurlöndunum. Sókn á nýja markaði er fyrirhuguð á næstu misserum.