Icelandic Group hefur skipað Frank Tierenteyn sem framkvæmdastjóra fiskvinnslufyrirtækisins Gadus í Belgíu. Icelandic Group keypti reksturinn í október í fyrra. Tierenteyn býr að talsverðri rekstrareynslu í matvælageiranum í Belgíu, að því er fram kemur í tilkynningu. Haft er eftir Magnúsi Bjarnasyni, forstjóra Icelandic Group, að hann horfi til þess að ráðning Tierenteyn muni styrkja Gadus.

Gadus er næst stærsta fyrirtækið í sölu á ferskum fiskafurðum í Belgíu. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum laxi og þorski. Þriðjungurinn af hráefni fyrirtækisins kemur frá Íslandi og eru helstu viðskiptavinir Gadus nokkrar af helstu smásölukeðjum í Belgíu.