Linda Björk Waage hefur verið ráðin framkvæmdastjóri yfir nýju sviði innan Nýherja, Umsjá, þar sem rekstrarþjónusta og innviðir eru settir undir sama hatt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Linda tekur formlega sæti í framkvæmdastjórn Nýherja þann 1. júlí næstkomandi að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Linda hefur starfað hjá Nýherja frá árinu 2011 og hefur hún sinnt ýmsum lykilstörfum, nú síðast sem forstöðumaður þjónustuborðs og UT rekstrar. Linda lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009 og BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1997.

Í framkvæmdastjórn Nýherja sitja auk Lindu, Finnur Oddsson, forstjóri, Gunnar Petersen, framkvæmdastjóri Fjármálasviðs, Gunnar Zoëga, framkvæmdastjóri Viðskiptaframtíðar, Dröfn Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri og Emil Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Notendalausna.