*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Erlent 3. október 2018 11:57

Nýr framkvæmdastjóri hjá Siggi‘s

Carlos Altschul hefur verið ráðinn farmkvæmdastjóri Siggi's skyr, sem segir rétta tímann nú til að stækka starfsemina.

Ritstjórn
Siggi's skyr var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006.
None

Carlos Altschul hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Siggi‘s, sem þekktast er fyrir að framleiða og markaðsetja Siggi‘s skyr í Bandaríkjunum, og tekur við stöðunni af Bart Adlam.

Siggi‘s var keypt af franska mjólkurrisanum Lactalis í janúar á þessu ári. Endanlegt kaupverð var ekki gefið upp, en meðan á viðræðunum stóð var greint frá því að til stæði að kaupverðið yrði um 30 milljarðar króna.

Altschul mun hafa umsjón með miklum áformuðum vexti starfseminnar, en félagið segir að í ljósi vaxandi eftirspurnar eftir hreinni, hágæða matvöru með minni sykri, sé nú rétti tíminn fyrir fyrirtækið til að stækka við sig.

Altschul var áður framkvæmdastjóri sölusviðs jógúrtfyrirtækisins Stonyfield.

Sigurður Kjartan Hilmarsson, stofnandi siggi‘s, segist afar spenntur að fá Carlos til liðs við félagið, þeir hafi þekkst um þónokkra tíð og hann sé þess fullviss að hann muni gera góða hluti fyrir félagið.

Stikkorð: Siggi's skyr