Georg G. Andersen tók við starfi framkvæmdastjóra Inkasso ehf. í byrjun janúar sl.

Georg var framkvæmdastjóri Kaptura ehf., móðurfélags Inkasso ehf., síðastliðið ár og hefur víðtæka reynslu og menntun á sviði stjórnunar.

Hann starfaði áður sem svæðissölustjóri hjá Marel hf., forstöðumaður fjárfestatengsla og samskiptasviðs Straums-Burðaráss fjárfestingabanka, framkvæmdastóri GottKort ehf. og framkvæmdastjóri Valafells ehf. Georg hefur einnig setið í fjölda stjórna á vegum fyrirtækja og hins opinbera.

Georg, sem er með MBA-próf frá Háskólanum í Reykjavík, er í grunninn útflutnings- og rekstrartæknifræðingur frá Köbenhavns Tekniske Skole og Niels Brock Business College í Kaupmannahöfn.

Haraldur nýr stjórnarformaður

Þá tók Haraldur Leifsson sæti formanns stjórnar Inkasso ehf. í byrjun janúarmánaðar.

Haraldur er framkvæmdastjóri Würth á Íslandi en hefur áður unnið fyrir Porta Systems Ltd, Stefja hf. og Nýherja. Hann er með MBA-próf frá Háskólanum í Reykjavík en er tæknifræðingur frá Tækniháskólanum í Árósum í Danmörku og rafeindafræðingur frá Tækniskóla Íslands. Haraldur hefur setið í fjölda stjórna á liðnum árum.