Ásta Bjarnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala, hún mun hefja störf í desember og starfið er veitt til fimm ára.

Ásta lauk doktorsprófi í vinnusálfræði frá Háskólanum í Minnesota 1997. Hún hefur starfað sem mannauðsstjóri, háskólakennari og ráðgjafi á sviði mannauðsstjórnuna, m.a. hjá Háskólanum í Reykjavík, Capacent og Íslenskri erfðagreiningu.

Ásta starfaði við Háskólann í Reykjavík á árunum 2001 til 2010, síðustu árin sem framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs skólans. Síðan þá hefur hún starfað hjá Capacent við verkefni á sviði stjórnuna, mannauðsstjórnuna og vinnusálfræði.

Ásta er einn af stofnendum CRANET rannsóknaverkefnisins um stöðu og þróun íslenskrar mannauðsstjórnunar, og hún er vottaður verkefnastjóri (IPMA-C) og vottaður styrkleikamarkþjálfi. Frá árinu 2014 hefur hún komið að stjórnendaþjálfun á vegum Landspítala.

Mannauðssvið er nýtt svið innan Landspítala en undanfarið hefur verið lögð stóraukin áhersla á að þróa Landspítala sem góðan og eftirsóknarverðan vinnustað.