Friðrik Guðjónsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins ReonTech en félagið fagnar fimm ára afmæli sínu um þessar mundir. Friðrik var áður framkvæmdastjóri Keldunnar og stofnaði í kjölfarið hugbúnaðarfyrirtækið Prentagram. Fyrir það starfaði Friðrik meðal annars sem brimbrettakennari á eyjunni Maui á Hawaii.

ReonTech býður upp á fjölbreyttar hugbúnaðarlausnir fyrir innlenda sem og erlenda viðskiptavini en félagið er með starfsemi í Bandaríkjunum, Hollandi og Danmörku. Friðrik segist hafa kynnst ReonTech fyrst fyrir um tveimur árum þegar fyrirtækið var honum innan handan við uppbyggingu sjálfvirkrar prentþjónustu hjá fyrirtæki hans, Prentagram. „Nú þegar þjónusta Prentagram er komin á gott skrið fæ ég tækifæri til að starfa enn nánar með þeim en ég tel mikil sóknarfæri liggja í loftinu,“ segir Friðrik.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .