Sigurbjörn Ingimundarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en hann tekur við starfinu af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem hefur tekið við starfi aðstoðarmanns innanríkisráðherra.

Sigurbjörn er 28 ára lögfræðingur.  Hann lauk BA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og ML gráðu frá sama skóla árið 2013.

Áður hefur Sigurbjörn m.a. starfað hjá LOGOS lögmannsþjónustu, Landsvirkjun og Garðabæ. Þá hefur hann verið virkur í félagsstörfum, m.a. verið formaður félags ungra Sjálfstæðismanna í Garðabæ, setið í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ og verið nefndarmaður í umhverfisnefnd Garðabæjar.

Sigurbjörn Ingimundarson
Sigurbjörn Ingimundarson
© Aðsend mynd (AÐSEND)