Nýr forstjóri Volkswagen, Matthias Mueller tilkynnti í dag að þýski bílaframleiðandinn myndi lagfæra um 11 milljónir bifreiða sem innihalda hugbúnað sem hannaður var til að sniðganga reglur um útblástur bifreiða.

Talið er að kostnaður Volkswagen vegna málsins muni nema um 6,5 milljörðum Bandaríkjadala, eða jafnvirði 825,7 milljörðum íslenskra króna.

Volkswagen viðurkenndi fyrir stuttu að þeir hefðu svindlað á útblástursprófum í Bandaríkjunum.

Markaðsverðmæti Volkswagen hefur lækkað um þriðjung frá því að upp komst um svindlið og saksóknarinn í Þýskalandi tilkynnti fyrir helgi að verið væri að rannsaka fyrrverandi forstjóra Volkswagen, Martin Winterkorn, fyrir svik.