Þórður Hermann Kolbeinsson hefur ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri DHL á Íslandi, segir í tilkynningu.

Mikael Skogsberg hefur verið ráðinn íhans stað en Þórður mun verða Mikeal innan handar næstu misseri.

?Svíinn Mikael Skogsberg er 38 ára gamall og hefur starfað hjá DHL í Evrópu síðastliðin 14 ár. Hann hefur víðtæka reynslu og þekkingu á starfssemi fyrirtækisins sem stjórnandi hjá DHL í Svíþjóð og í Belgíu," segir í tilkynningunni.

Þórður hefur starfað hjá DHL á Íslandi síðan árið 1992. Hann starfaði fyrir DHL í Evrópu frá 1998 til 2000, þar til hann kom aftur til Íslands og tók við framkvæmdastjórastöðunni.

Alþjóða flutningsnet DHL nær til 220 landa og svæða um allan heim. Yfir 170 þúsund starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu, þar af 50 hér á landi. DHL á Íslandi hefur verið starfsrækt frá 1982 og er í 100% eigu Deutsche Post World Net.