Ingólfur Guðmundsson rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga. Ingólfur vann í Landsbankanum fram til júní á síðasta ári. Hann hefur gengt fjölmörgum stjórnunarstörfum á vegum Landsbankans í yfir 20 ár.

Ingólfur hóf störf sem sérfræðingur á markaðssviði bankans árið 1989 og var síðar markaðsstjóri, útibússtjóri aðalbanka og svæðisstjóri. Árið 2002 tók hann við starfi framkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs og árið 2004 tók hann að sér að byggja upp einkabankasvið Landsbankans á Íslandi.  Ingólfur hefur undanfarið starfað við fjármálaráðgjöf hjá Sector.