Mahesh Mansukhani hefur verið ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri Össurar [ OSSR ] í Ameríku. Mahesh tekur við af Eyþóri Bender sem mun starfa áfram sem ráðgjafi hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Össuri.

Í tilkynningunni segir að Mahesh komi frá ráðgjafafyrirtækinu AlixPartners og sé með MBA gráðu frá Yale háskóla. Hann hafi yfir 12 ára reynslu í stjórnendastarfi, meðal annars hafi hann stýrt dótturfélagi DuPont sem velti 1,1 milljarði Bandaríkjadala.

Á vef Össurar segir að Eyþór Bender hafi starfað hjá fyrirtækin frá árinu 1995