Dr. Norbert Engberg hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Pickenpack og hefur störf í dag, segir í tilkynningu frá Kauphöllinni.

Pickenpack er dótturfyrirtæki Icelandic Group og er með höfuðstöðvar í Þýskalandi.

Við ráðningu Dr. Engberg tekur til starfa þriggja manna framkvæmdastjórn hjá Pickenpack. Dr. Engberg verður framkvæmdastjóri sölu- og stjórnunarsviðs og Wolfgang Kohls er framkvæmdastjóri framleiðslu, en hann hefur unnið hjá Pickenpack síðan ágúst 1997.

Finnbogi A. Baldvinsson leiðir framkvæmdastjórnina, en koma Dr. Engberg gerir honum kleift að draga sig út úr daglegum störfum hjá Pickenpack og einbeita sér enn frekar að framkvæmdastjórn Icelandic Europe.

Engberg hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá heristo AG í Bad Rothenfeld frá því í ársbyrjun 2004. Áður var hann framkvæmdastjóri Richter & Greif og Norda-Lysell árin 2001-2002.

Hann sá um yfirtöku heristo á fyrirtækjunum og tók svo við sem framkvæmdastjóri Appel Feinkost. Hann var ábyrgur fyrir uppbyggingu matvælasviðsins innan heristo, en það samanstendur af Appel Feinkost, BUSS Fertiggerichte, Füngers Feinkost og Excellent Feinkost.

Engberg er með mastersgráðu í viðskiptafræðum frá Háskólanum í Hamborg.