Pieter Jan Hilbers hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri TM Software í Hollandi og hóf hann störf 18. apríl síðastliðinn.

Að sögn Axels Ómarssonar, framkvæmdastjóra TM Software Europe, er ráðning Hilbers mikilvægur þáttur í auknum umsvifum félagsins í Hollandi og þá fyrst og fremst á sviði heilbrigðislausna. Um leið munu skapast frekari tækifæri fyrir aðrar lausnir og þjónustu TM Software. Þetta kemur fram í frétt fyrirtækisins.

?Það er mikill styrkur að fá Hilbers til liðs við félagið en hann hefur ekki aðeins mikla þekkingu og reynslu á heilbrigðissviði og sínum heimamarkaði, Hollandi, heldur hefur hann einnig mikla reynslu af því að starfa í alþjóðlegu umhverfi,? segir Axel.

Pieter Jan Hilbers starfaði áður sem framkvæmdastjóri á heilbrigðissviði upplýsingatæknifyrirtækisins LogicaCMG í Hollandi en það er alþjóðlegt fyrirtæki með um 30 þúsund starfsmenn um allan heim. Hilbers starfaði í samtals 14 ár hjá LogicaCMG og hefur mjög víðtæka reynslu af heilbrigðisgeiranum í Evrópu en gert er ráð fyrir að helsti vöxtur TM Software verði einmitt á því sviði í framtíðinni