Nýr gjaldmiðill hefur verið settur í umferð í Simbabve, sem ber nafnið dollari og er virði eins Bandaríkjadals, að minnsta kosti eins og sakir standa. Hins vegar tengist nýi gjaldmiðilliunn ekkert Seðlabanka Bandaríkjanna.

Nýi gjaldmiðilinn er nokkurs konar „skuldabréfa gjaldmiðill“ (e. bond notes), en hann er gefinn út vegna gífurlegs skorts á reiðufé í landinu. Í Simbabve er notuð blanda hinna ýmsu gjaldmiðla eftir að simbabveski dollarinn fór forgörðum árið 2009 vegna peningaprentunar og ofurverðbólgu sem fór eins og plága yfir landið.

Um miðjan nóvember 2008 var verðbólgan svo mikil í Simbabve að hún hækkaði um 79,6 milljarð prósentustiga milli mánaða.

Eftir efnahagshrunið í Simbabve árið 2009 þá hefur fólk þurft að kaupa allar nauðsynjavörur erlendis frá - sem hefur þýtt að reiðufé hefur flætt út úr landinu. Gjaldmiðilinn verður því notaður til að stunda viðskipta innan landsins - til þess að eyða öðrum gjaldeyrisforða innan landsins, sem er að skornum skammti - í innfluttar vörur.

Gjaldmiðillinn er tryggður af Seðlabanka Simbabve sem hefur sett 200 milljónir dollara í verkefnið. Margir Simbabvebúar telja þó að þetta sé fyrsta skrefið í átt að nýjum gjaldmiðli. Seðillinn er meira að segja nauðalíkur gamla simbabveska dollaranum.

Neyðumst til að taka við þeim

„Við neyðumst til þess að taka við seðlunum ef að viðskiptavinir koma með þá,“ er haft eftir búðareigenda í Harare í frétt CNN Money . Hagfræðingar hafa þó varað við að þetta gæti haft neikvæð áhrif á simbaveskan efnahag. „Nýi gjaldmiðlinn kemur til með að hræða burt erlenda fjárfesta vegna skorts á trausti. Það er líklegt að landið komi til með að búa við enn frekari skort,“ segir Prosper Chitambara, hagfræðingur í Simbabve í frétt CNN.