Í dag opnaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, nýjan tölfræðivef Ríkisskattstjóra . Þar eru birt myndræn framsetning framsetning og samanburður á tölulegum upplýsingum úr gagnagrunnum RSK.

Þar er hægt til að mynda hægt að skoða meðaltal launatekna eftir landshlutum, hlutfall tekjuskattskyldra fyrirtækja sem greiða tryggingargjald af launum og lífeyrisgreiðslur einstaklinga eftir aldri.

Vefnum er skipt upp í tvo þætti. Þar er bæði hægt að finna upplýsingar um einstaklinga og atvinnurekstur. Þó er líklegt að efnisinnihald vefsins vaxi og dafni með tímanum.

„Það er von ríkisskattstjóra að vefur þessi geti veitt almenningi innsýn í hagtölur, veitt innlegg í uppbyggilegar umræður og verði gagnlegur fyrir flesta,“ segir á síðu Ríkisskattstjóra.

Í dag opnaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, nýjan tölfræðivef ríkisskattstjóra sem birtir myndræna...

Posted by Ríkisskattstjóri on Friday, 9 December 2016