Meniga.is er nýr heimilisfjármálavefur sem er sérhannaður til að aðstoða fólk við að stjórna heimilisfjármálun¬um og nýta peningana sína sem best. Í tilkynningu segir að vefurinn hjálpar fólki að öðlast heildaryfirsýn yfir fjármál heimilisins, halda bókhald og bendir á raunhæfar leiðir til sparnaðar sem eru sérsniðnar að neyslumynstri hvers og eins.

Meniga vefurinn greinir neyslumynstur notenda og bendir þeim á sparnaðarráð, tilboð, afslætti og hagnýtar upplýsingar til að hjálpa þeim að nýta peningana betur. Meniga getur sparað notendum háar fjárhæðir með því m.a. að benda þeim á bestu vextina, nýjustu tilboðin í þeim verslunum sem þeir sækja og raunhæfar leiðir til að lækka ýmsan kostnað, t.d. tryggingakostnað.

Í tilkynningu segir að Meniga sækir og flokkar sjálfvirkt allar færslur af bankareikningum og greiðslukortum notenda og setur sjálfkrafa upp fjárhagsáætlun sem byggir á raunútgjöldum síðustu mánaða. Notendur vefsins geta með einföldum hætti fylgst með útgjöldum, tekjum og stöðu heimilisfjár¬mál¬anna á myndrænan og skýran hátt. Mjög auðvelt er að tengja saman reikninga sambúðarfólks eða annarra fjárhagslega tengdra aðila og fá þannig heildaryfirsýn yfir fjármál heimilisins. Meniga gerir notendum kleift að bera útgjöld sín saman við meðalútgjöld annarra notenda vefsins, t.d. hversu miklu þeir eyða í bílatryggingar miðað við heimili með jafn marga bíla eða hve miklu þeir verja til matarinnkaupa miðað við heimili af sömu stærð.

Á Meniga er ennfremur að finna ýmsar greinar og fróðleik um heimilisfjármál Íslendinga. Auk greina frá Meniga eru m.a. birtar greinar frá Neytendasamtökunum og Stofnun um fjármálalæsi.

Meniga vefurinn er þróaður og rekinn af Meniga ehf. Íslandsbanki er aðalsamstarfsaðili Meniga á Íslandi og undanfarið hefur fjöldi starfsmanna bankans prófað kerfið.