*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 12. janúar 2013 15:53

Nýr Honda CR-V mættur til leiks

Ýmsar athyglisverðar breytingar hafa verið gerðar á nýjum Honda CR-V sem er mest seldi bíllinn í sínum flokki.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fjórða kynslóð hins vinsæla Honda CR-V verður kynntur hér á landi um helgina. CR-V hefur jafnframt verið einn af söluhæstu fjórhjóladrifsbílum landsins undanfarin ár. Bíllinn var hannaður sérstaklega með Evrópumarkað í huga og ýmsar athyglisverðar breytingar hafa verið gerðar. Þær virðast hafa tekist með miklum ágætum því nýr CR-V hefur nú þegar unnið til ýmissa verðlauna og var meðal annars tilnefndur á dögunum sem bíll ársins í Evrópu. Honda CR-V er mest seldi bíllinn í sínum flokki í Bandaríkjunum.

Umhverfisvænir þættir hafa ávallt prýtt CR-V og hafa nú fengið enn meira vægi. Útblástur koltvísýrings hefur verið takmarkaður enn frekar og eldsneytisnýting bætt. Nýr CR-V er umtalsvert rúmbetri en fyrirrennarar hans og ný hönnun auðveldar umgengni til muna. Hægt er að fella saman aftursæti á einfaldan hátt og farangursrými er 148 lítrum rúmbetra en í eldri gerð.  Aukið hefur verið við hljóðeinangrun í gólfi, í afturhurðum og í geymsluhólfum undir sætum og með því tekist að lækka vélar- og veghljóð um þrjú desibil. Bogadregnir hliðarspeglar auka mjög  sjónsvið ökumannsins og LED-dagljós eru nú bæði að framan og aftan sem eykur þægindi og öryggi um leið. Frá árinu 1995 hafa meira en fimm milljón CR-V bíla verði seldir um allan heim. Þess má geta að 97% þeirra CR-V bíla sem seldir voru árið frá 1997 eru ennþá í notkun hér á landi.

Nýr Honda CR-V verður frumsýndur í Bernhard um helgina. Opið er laugardag á milli kl. 10:00 og 16:00 og sunnudag á milli kl. 13:00 og 16:00. Þá er bíllinn einnig sýndur hjá umboðsmönnum um allt land.

Stikkorð: Honda CR-V