Davíð Kjartansson hefur verið ráðinn hótelstjóri ION Luxury Adventure Hotel á Nesjavöllum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá hótelinu. Sigurlaug Sverrisdóttir eigandi hótelsins hefur hingað til sinnt starfinu en hún mun áfram starfa sem framkvæmdarstjóri ION ehf. Hótelið opnaði í febrúar á þessu ári og hefur þegar fengið mikla athygli innanlands jafnt sem utan fyrir glæsilega hönnun, umhverfisvæna nálgun og uppbyggilegan rekstur og viðskipti við nærumhverfi. Davíð mun í hlutverki sínu sem hótelstjóri sinna daglegum rekstri hótelsins ásamt því að vinna að frekari styrkingu og uppbyggingu vörumerkisins í samvinnu við framkvæmdarstjóra.

Davíð lauk BSc-prófi í hótelstjórnun og ferðamálafræði við César Ritz University í Sviss og  MSc-gráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði við Háskóla Íslands. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá Ríki Vatnajökuls ehf. Þá hefur hann einnig gegnt stöðu aðstoðarhótelstjóra hjá Icelandair Hotel Klaustri og Hótel Geirlandi, þar sem hann sá meðal annars um markaðssetningu með áherslu á vetrarferðamennsku.

Davíð er afburðar skákmaður og er núverandi Skákmeistari Reykjavíkur og fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Víkingaklúbbsins. Einnig hefur Davíð kennt afreksnemendum við Skákskóla Íslands.

Elín nýr sölustjóri ION Luxury Adventure Hotel

Elín Ingólfsdóttir hefur verið ráðin sölu-og móttökustjóri ION Luxury Adventure Hotel. Elín tekur við af Katrínu Ósk Sigurgeirsdóttur sem mun nú sinna starfi aðstoðarhótelstjóra.

Elín er ferðamálafræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu á sviði sölu og þjónustu í ferðaþjónustu. Hún starfaði áður hjá Guðmundi Jónassyni við sölu- og markaðsstörf og hjá Hótel Óðinsvéum við móttöku og þjónustu við gesti. Elín stundar stangveiði af miklum krafti og er stofnandi og formaður Kvennadeildar Stangveiðifélags Reykjavíkur.

Elín Ingólfsdóttir
Elín Ingólfsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)