Næsta kynslóð iPhone farsíma Apple kemur í verslanir í september, samkvæmt heimildum Reuters fréttastofu. Í frétt Reuters segir að örgjörvi símans verði hraðari en í nýjustu gerð símans, iPhone 4. Framleiðsla hefst í júlí eða ágúst og mun útlit símans verða svipað iPhone 4.

Farsími Apple kom fyrst á markað árið 2007 og var frumkvöðull meðal svokallaðra snjallsíma. Hann þykir enn í dag sá besti á ört stækkandi markaði snjallsíma, segir í frétt Reuters. Á síðasta ársfjórðungi 2010 seldust 16 milljónir iPhone farsíma.